Nýjast á Local Suðurnes

Nornahár áberandi í Reykjanesbæ

Töluvert hefur myndast af nornahárum í yfirstandandi eldgosi við Sundhnúksgígaröðina. Íbúar Reykjanesbæjar hafa orðið varir við þau þar sem þau sjást vel meðal annars við gangstéttarbrúnir.

En hvað eru nornahár? Nornahár eru glerþræðir og þegar þeir brotna m.a. við flutning geta endar þeirra verið beittir og því er best að fara varlega þegar og ef nornahár eru skoðuð. Þau geta einnig rispað bíla og annað yfirborð ef ekki er farið varlega þegar þau eru fjarlægð. Gjóska er samheiti yfir öll gosefni sem berast frá gosupptökum í lofti, ein tegund gjósku er kölluð nornahár en þau myndast þegar kvikudropar teygjast í kvikustrókum og mynda örfína glerjaða þræði sem líta út eins og hár eða strá sem geta jafnvel verið tugir sentímetra á lengd. Nornahárin flytjast svo með gosmekki og setjast mislangt frá gosupptökum eftir veðri og vindum.

nánar má lesa um málið hér fyrir neðan:

https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/um-reykjanes/