Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkursigur á Akureyri

Keflvíkingar lögðu Þórsara að velli á Ak­ur­eyri í kvöld, liðið skoraði 89 stig 77 stigum heimamanna í Dom­in­os-deild­inni í körfuknattlek.

Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem Þórsarar héldu í við spræka Keflvíkinga sem höfðu yf­ir­hönd­ina eftir slæma leiki undanfarið. Amin Stevens og Hörður Axel voru langbestu menn vallarins í kvöld og skoruðu samtals 61 af 89 stigum Keflvíkinga, þar af var Stevens með 41 stig.