Nýjast á Local Suðurnes

Flugmenn Icelandair velkomnir í starfsviðtal hjá WOW-air

Icelanda­ir sagði á dögunum upp 115 flug­mönn­um, auk þess sem félagið færði 70 flug­stjór­a niður í stöðu flug­manns. Uppsagnirnar taka gildi í haust.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW-air, segist vilja bjóða þeim flugstjórum sem sagt var upp störfum hjá Icelandair að fljúga fyrir WOW-air, að því gefnu að þeir standist hæfniskröfur WOW air. Hann vilji að minnsta kosti bjóða þeim í viðtal.

„Heildarstarfsmannafjöldinn hjá okkur er um 1100 og við myndum vilja bjóða öllum þessum flugmönnum í viðtal að minnsta kosti,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air á Bylgjunni „Við gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum.“