Nýjast á Local Suðurnes

Margir bíða eftir félagslegu húsnæði – Fimm fjölskyldur fengið úthlutað það sem af er ári

Þann 30. apríl síðastliðinn voru 132 umsóknir fyrirliggjandi um félagslegt húsnæði hjá hjá Reykjanesbæ, en frá því í janúar hafa einungis fimm félagslegar íbúðir komið til úthlutunar.

Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarsviðs sveitarfélagsins. Þar kemur einnig fram að á bakvið umsækjendur eru 114 börn. Þá lágu fyrir 81 umsókn um íbúðir aldraðra þann 30. apríl síðastliðinn. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa 3 íbúðir aldraðra komið til úthlutunar.