Nýjast á Local Suðurnes

Íþróttamaður ársins ekki valinn í ár

Stjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar hefur tekið ákvörðun um að velja ekki íþróttamann ársins í ár vegna þess ástands sem hefur ríkt á árinu sem er að líða.

Þeir íþróttamenn sem unnu Íslandsmeistaratitil á árinu fá eigi að síður verðlaunapening frá Reykjanesbæ til minningar um afrekið, segir í tilkynningu á Facebook-síðu ÍRB.

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar óskar öllu íþróttafólki innilega til hamingju með árangurinn sinn og vonar að nýtt íþróttaár verði gjöfult fyrir alla.