Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar bikarmeistarar eftir sigur á Njarðvíkingum

Mynd: Skjáskot/RÚV

Keflvíkingar eru bikarmeistarar kvenna eftir 11 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Lokatölur leiksins urðu 74-63, en Njarðvíkingar veittu Keflvíkingum verðuga keppni í dag.

Kefl­vík­ing­ar voru yfir nær all­an fyrri hálfleik­inn, en Njarðvíkingar voru þó aldrei langt á eftir og náðu jafnaði met­in fyrir leikhlé og var staðan 35-35 þegar fyrri hálfleikur var flautaður af.

Kefl­vík­ing­ar héldu áfram að hafa frum­kvæðið í síðari hálfleikn­um en gekk þó erfiðlega að stinga bar­áttuglaða granna sín­a af. Frábær kafl í Keflvíkinga þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum gulltryggði svo sigurinn.

Embla Kristínardóttir var frábær í liði Keflavíkur en hún setti niður 20 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Þá voru Brittanny Dinkins og Thelma Dís Ágústsdóttir með 16 stig hvor. Brittanny tók einnig 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á meðan Thelma Dís tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Hjá Njarðvík var Shalonda R. Winton allt í öllu sóknarlega en hún setti 37 stig í dag ásamt því að taka heil 23 fráköst. Næst stigahæst í liði Njarðvíkur var Erna Freydís Traustadóttir en hún setti 7 stig í leiknum.