Nýjast á Local Suðurnes

Fipaðist við aksturinn þegar járnplata fauk á framrúðuna

Allmörg umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Má þar meðal annars nefna að járnplata fauk á framrúðu bifreiðar sem var í akstri á Helguvikurvegi. Ökumanni brá svo við það að hann kippti í stýrið og endaði bifreiðin utan vegar. Hún var óökufær en ökumaðurinn slapp án meiðsla.

Þá hefur einnig verið nóg að gera í hraðamælingunum, en tíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum.