Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á HSS eftir útafkeyrslu

Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun eftir að hafa misst bifreið sína út af Grindavíkurvegi í hálku. Ekki er vitað um meiðsl viðkomandi sem stendur. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá varð annað hálkuslys í umferðinni á Reykjanesbraut í morgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snérist á akbrautinni og hafnaði á vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur.