Nýjast á Local Suðurnes

Niðurgreiða mat til eldri borgara

Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun til þriggja mánaða með því að bjóða eldri borgurum upp á niðurgreiddan heitan mat í hádeginu virka daga í Miðgarði. Þá lagði bæjarráð til að gjald fyrir hverja máltíð yrði 1.000 krónur.

Jafnframt er lagt til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.135.000 kr. Tillagan var samþykkt samhljóða.