Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla mælir með GPS úrum – “Gerir þér kleift að sjá alltaf hvar barnið þitt er.”

Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hvet­ur for­eldra til að kaupa GPS-úr fyr­ir yngstu börn­in í kjölfar þess að átta ára drengur skilaði sér ekki heim á dögunum.

Í færsl­unni seg­ir að í síðustu viku hafi það gerst að átta ára dreng­ur hafi ekki skilað sér heim fyrr en seint um kvöld. „Lög­regla og all­ir í fjöl­skyldu hans voru farn­ir að leita að hon­um, all­ir fjöl­skyldumeðlim­ir orðnir hrædd­ir um dreng­inn,“ seg­ir í færslu lög­regl­u.  “Margir möguleikar eru í þessum úrum og það besta er að barnið getur hringt úr því, þú getur hringt í barnið þitt og í því er gps sem gerir þér kleift að sjá alltaf hvar barnið þitt er.” segir jafnframt í færslunni, sem finna má hér fyrir neðan.