Hressasti frambjóðandinn verður hressasti ritstjórinn
Sæbjörg Erlingsdóttir hefur tekið við ritstjórastólnum á grindvíska fréttavefnum Grindavik.net, en þeir Páll Þorbjörnsson og Viktor Scheving, sem stofnuðu vefinn og ritstýrðu honum áður hafa stigið til hliðar vegna anna á öðrum vettvangi.
Sæbjörg, sem stundar nám við Háskólann á Akureyri samhliða ritstörfum fyrir Grindavík.net og skipaði fimmta sæti á lista Framsóknarflokksins, vakti athygli í alþingiskostningunum í haust fyrir hressilega framgöngu og skemmtileg myndbönd sem fóru víða á veraldarvefnum, en tvö slík má sjá hér fyrir neðan.