Nýjast á Local Suðurnes

Stálu LED lömpum af ljósastaurum

Svo virðist sem óprútnir aðilar hafa tekið LED lampa af ljósastaurum sem lýsa upp göngustíg frá Eyjavöllum upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ófrjálsri hendi.

Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem dýrum ljóskösturum er stolið í Reykjanesbæ, en líkt og þegar ljóskösturum var stolið við vatnstankinn við Vatnsholt á dögunum virðist sem fólk með þekkingu á rafmagni hafi verið að verki, en tengibox á ljósastaurunum voru opnuð og klippt á snúruna sem tengið ljósið.