Nýjast á Local Suðurnes

Stressaður þjófur reyndi að borða flugmiðann sinn

Erlendur ferðalangur sem var að koma frá Dublin og stöðvaður var nýverið í tolli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist vera með mikið af þýfi í fórum sínum úr flugstöðinni og víðar.

Lögreglumenn úr flugstöðvardeild handtóku manninn. Honum hafði orðið svo mikið um afskiptin að hann reyndi að borða flugmiðann sinn en kvað það svo hafa verið út af stressi. Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna.

Að auki fannst meira þýfi hjá honum sem ekki var úr fríhöfninni og kvaðst hann ekki muna hvar hann hefði stolið því. Hann viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni.