Nýjast á Local Suðurnes

Öll börn fá að borða í skólanum

Brugðist er við öllum tilvikum þegar loka þarf fyrir mataráskrift í grunnskólum Reykjanesbæjar. Skólastjórnendur eru upplýstir um þau tilvik og setja málin í réttan farveg þannig að öll tilvik verði leyst á farsælan hátt og öll börn fái að borða í skólanum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er rík ástæða til að fylgjast náið með stöðunni og mun fræðslusvið taka saman upplýsingar sem þessar reglulega þannig að tryggja megi að ekkert barn líði skort í skólunum. Þá kemur fram í tilkynningunni að þurft hafi að tilkynna foreldrum 5 barna um lokun áskriftar, en ekki 12 eins og fram kom í minnisblaði sem fylgdi fundargerð fræðsluráðs um málið. Í tilkynningunni segir einnig að um sé að ræða svipaðan fjölda og undanfarin ár.