Nýjast á Local Suðurnes

Fulltrúar frá Evrópuráðinu heimsóttu Reykjanesbæ – Sáu sigurmarkið í skrúðgarðinum

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ fengu í gær heimsókn frá fulltrúum nefndar Evrópuráðsins sem fer með málefni tengd sjálfstæði sveitarfélaga gagnvart ríki. Nefnd þessi fer til landa Evrópusambandsins og til EES-ríkjanna á nokkurra ára millibili og velur úr nokkur sveitarfélög í hverju landi og gerir úttekt á sjálfstæði þeirra gagnvart ríki.

Eins og fram kom í gær er Hollendingur í forsæti nefndarinnar og var hann ófánalegur til þess að breyta fundartímanum. Fundinum lauk hinsvegar í hálfleik og var fundarmönnum boðið í skrúðgarðinn þar sem þeir urðu vitni að því þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16 liða úrslitunum.

Svo skemmtilega vildi til að landsleikur Íslands og Austurríkis fór fram meðan fundur stóð yfir og fengu fundarmenn leikinn beint í æð af Tjarnargötutorgi yfir í fundarherbergið í Ráðhúsi. Þegar fundinum lauk var seinni hálfleikur hafinn og því  tilvalið að bjóða fundarmönnum út á torg til að fylgjast með því sem eftir var af seinni hálfleiknum. Skömmu síðar kom Arnór Ingvi Traustason inn á og þá voru fulltrúar Evrópuráðsins að sjálfsögðu upplýstir um að þetta væri okkar maður og þá trú okkar að hann myndi klára leikinn. Það gekk eftir og samglöddust þau innilega með okkur. Segir á heimasíðu Reykjanesbæjar.