Nýjast á Local Suðurnes

Bæta börnum Nettómótsmissi með ýmsum hætti

Það urðu margir ungir körfuboltaiðkendur ansi súrir þegar í ljós kom að mótinu hafði verið frestað á síðustu stundu seint í gær. Ýmislegt hefur þó verið gert til að bæta krökkunum upp missinn.

Þannig skipulögðu mótshaldarar nokkra leiki á milli Suðurnesjaliðanna og þeirra liða utan af landi sem mætt voru til leiks við mikla hrifningu. Þá tóku nokkrir leikmenn meistaraflokks Njarðvíkur æfingaleiki við unga iðkendur sem fóru á kostum og lögðu þá eldri að velli nokkuð örugglega.

Þá hefur heyrst af því að foreldrar nokkurra hópa hafi skipulagt viðburði fyrir krakkana og muni gera sér glaðan dag. Auk þessa munu þjálfarar einhverra hópa í Njarðvik opna íþróttahús Akurskóla síðar í dag hvar í boði verður að spila körfubolta og skella sér í sund.