Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík semur við Robinson

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Gerald Robinson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s-deild karla.

Robinson er fæddur 1984 og er bæði bandarískur og hollenskur ríkisborgari. Hann er 202 cm kraftframherji sem getur einnig leyst miðherjastöðuna. Robinson hefur tvisvar áður leikið hér á landi. Hann lék með Haukum tímabilið 2010-2011 og var þá að skila 21 stigi og 13,7 fráköstum. Hann lék svo með Hetti í 1.deildinni eftir áramótin tímabilið 2013-2014.  Þar var hann með tæp 22 stig og tæp 10 fráköst í 14 leikjum.

Undanfarin ár hefur hann leikið í Hollandi, Frakklandi og núna síðast á Englandi en þar spilaði hann með Surrey Scorchers og gerði þar 13,8 stig, tók 6,1 frákast og skaut rúmlega 52% í 2ja stiga skotum og 34% í 3ja stiga skotum.  Í sumar leikur hann svo í sumardeild í Bólivíu í Suður Ameríku áður en hann kemur til Íslands í haust.