Nýjast á Local Suðurnes

Kanna afstöðu eigenda Sorpu til áframhaldandi sameiningarviðræðna við Kölku

Framkvæmdastjóra Sorpu hefur verið falið að óska eftir afstöðu eigenda fyrirtækisins til áframhaldandi viðræðna við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja varðandi sameiningu Sorpu, sem sér um sorpeyðingu á höfuðborgarsvæðinu, og Kölku. Sameiningaráform fyrirtækjanna hafa undanfarið verið kynntar eigendum.

Sorpeyðing­ar­stöð Suður­nesja er í eigu allra sveit­ar­fé­laganna á Suðurnesjum og hafa þau öll samþykkt áfram­hald­andi sam­ein­ing­ar­viðræður.

Kalka hef­ur þegar náð há­marks­af­kasta­getu og á í miklu samstarfi við Sorpu um brennslu á úrgangi. Það samstarf mun ekki breyt­ast, segir í fundargerð Stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.