Nýjast á Local Suðurnes

Fella niður 81 ferð frá KEF – Farþegar fá endurgreitt

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines mum fella niður allar sínar flugferðir frá Keflavíkurflugvelli á tímabilinu janúar til mars. Þeir sem hafa keypt miða í þessar ferðir fá tilkynningu þess efnis á næstunni og miðana endurgreidda.

Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, en þar segir að um sé að ræða 81 ferð á þessu tímabili. Félagið hefur undanfarin misseri flogið hingað til lands daglega frá Prag í gegnum Kaupmannahöfn og boðið miða á mun hagstæðara verði en önnur flugfélög sem fljúga þessa leið. Samkvæmt vef túrista mun félagið taka upp þráðinn á ný í mars.