Nýjast á Local Suðurnes

Risi hættir við Íslandsflug

???????

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur hætt við flug til Íslands í sumar, en félagið hefur flogið hingað daglega frá Newark flugvelli við New York.

Samkvæmt frétt á vef Túrista var ætlunin að taka upp þráðinn á ný í byrjun júní en nú er ekki lengur hægt að bóka flug til Keflavíkurflugvallar beint frá New York með United Airlines.

Samkvæmt frétt vefsíðunnar er ástæðan sú óvissa sem ríkir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.