Nýjast á Local Suðurnes

Grunaðir hryðjuverkamenn millilenda á Keflavíkurflugvelli

Einstaklingar með tengsl við hryðjuverkasamtök og þá sérstaklega ISIS hefur millilent á Keflavíkurflugvelli, að því taið er. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir einnig að fólkið hafi ekki verið stöðvað þar sem það er aðeins að milllenda hér á landi.

„Oftast er það þannig að við getum ekki stoppað fólk en við getum látið lögreglu í heimaríki eða viðtökuríki vita,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í viðtali við Fréttablaðið.

Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur.