Nýjast á Local Suðurnes

Enginn strætó á ferðinni í fyrramálið

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir Suðurnesjasvæðið falla niður almenningssamgöngur í Reykjanesbæ á morgun föstudag. Staðan verður metin kl. 11:00 og í framhaldi verður gefin út ný tilkynning.

Ferðir 88 til og frá Grindavík falla einnig niður á morgun, en staðan með þá leið verður endurmetin kl. 12:00 og í framhaldi verður gefin út tilkynning.