Vetraráætlun Strætó tekur gildi þann 16. ágúst
Þann 16. ágúst 2015 mun ný vetraráætlun Strætó taka gildi á Suðurnesjum, nokkrar breytingar munu verða á áætluninni og eru þær helstu eftirfarandi:
Leið 55 – Mun aka Hringbraut í síðustu þremur ferðunum á kvöldin í átt til FLE, þ.e. í ferðum kl. 19:23 frá Umferðarmiðstöð, kl. 21:55 frá Firði og kl. 23:55 frá Firði. Í þessum ferðum bætast því við biðstöðvarnar Hringbraut/Knattspyrnuvöllur, Hringbraut/Norðurtún og Hringbraut/Melteigur.
Biðstöðin FLE-Koma verður færð aðeins til á planinu fyrir utan FLE.
Leið 88 – Ferðir bætast við kl. 15:28 á fimmtudögum og föstudögum og kl. 14:28 á föstudögum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einnig mun bætast við ferð kl. 14:55 frá Grindavík á föstudögum.
Leið 89 – Biðstöðin „Þekkingarsetur Suðurnesja“ mun bætast við í Sandgerði á leið 89 í átt til Reykjanesbæjar.
Nánari upplýsingar má finna á vef strætó.