Um kílómeter eftir í yfirlögnum á Reykjanesbraut

Vegagerðin hefur ekki lokið við yfirlagnir malbiks á Reykjanesbraut, en eftir á að leggja um kílómeter af malbiki á hættulegan kafla á Reykjanesbraut, frá vegamótum við Vatnsleysuströnd í átt að Reykjanesbæ.
Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Suðurnes.net, en þar kemur einnig fram að um sé að ræða síðustu framkvæmdirnar við yfirlagnir á þessum mest ekna þjóðvegi landsins í sumar.