Nýjast á Local Suðurnes

Wizz varar farþega við Denna Dæmalausa

Lággjaldaflugfélagið Wizz-air á von á slæmum veðurskilyrðum á Keflavíkurflugvelli á morgun, í það minnsta ef eitthvað er að marka Facebook-síðu félagsins. Á síðunni eru farþegar búnir undir tafir vegna slæmra veðurskilyrða á Íslandi og Bretlandi vegna stormsins sem þekktur er undir nafninu Denni Dæmalausi.

Lággjaldaflugfélagið sem er þekkt fyrir að aflýsa eða seinka flugferðum sínum frekar seint hvetur farþega sem eiga bókað far með félaginu til eða frá Íslandi og Bretlandi að fylgjast vel með flugupplýsingum á heimasíðu þess eða með því að nota Wizz-appið.