Nýjast á Local Suðurnes

Landsleikur á Vogabæjarvelli – Búast við fótboltastjörnum í hóp áhorfenda

Ísland tekur á móti Noregi í Norðurlandamóti U-17 landsliða á Vogabæjarvelli á morgun, þriðjudag. Þetta er annar leikur Íslands á mótinu, en liðið lagði Norður-Íra að velli í gær með þremur mörkum gegn engu. Forráðamenn Þróttar Vogum sem heldur utan um leikinn gegn Noregi búast við fjölmenni á völlinn, en þar á bæ eiga menn von á að nokkrar af fyrrum knattspyrnustjörnum Íslands mæti á völlinn.

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 16 og er fólk hvatt til að mæta snemma á völlinn.