Nýjast á Local Suðurnes

Ofn United Silicon ræstur í nótt – Þrjár ábendingar vegna lyktar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ljósbogaofn kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík var ræstur í nótt í fyrsta skipti síðan hann stöðaðist vegna atviks sem upp kom í verksmiðjunni um miðjan mánuðinn, þegar heitur málmur lak á gólf hennar.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar er rætt við Einar Halldórsson, sérfræðing í eftirlitsteymi Umhverfisstofunar

„Það á sjálfsagt eftir að vera einhver lykt fram eftir degi en síðla dags vona ég að hún fari að minnka,“ segir Einar. Þá verður ofninn farinn að hitna og vindátt breytist. Einar segir að veðurútlitið sé þannig að enginn tími í vikunni hafi verið hentugur til að gangsetja ofninn. Því hafi verið byrjað að gangsetja hann strax í nótt til að ná upp fullum afköstum sem fyrst.

Þá kemur fram í frétt RÚV að þrjár ábendingar hafi borist Umhverfisstofnun í morgun vegna lyktar.