Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon: Skoteldar um áramót gætu verið skýring á háu gildi á arseni

Að und­an­förnu hefur verið lögð áhersla á lag­færa og end­ur­bæta búnað kísilverk­smiðju United Silicon í Helguvík, til að tryggja að hvorki starfs­mönn­um henn­ar né íbú­um í ná­grenn­inu standi heilsu­fars­leg ógn af rekstri henn­ar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

“Ef gögn­in eru skoðuð kem­ur í ljós að arsen­meng­un mæld­ist um 1ng/​m3 fyrri hluta árs og fram í sept­em­ber en í októ­ber, áður en verk­smiðja USi tek­ur til starfa um miðjan nóv­em­ber,  hækkaði þetta gildi í loft­sýn­um upp í um 6ng/​m3 og hélst í kring­um það gildi í þeim sýn­um sem skoðuð voru síðustu mánuði árs­ins. Sýni sem tekið var í lok des­em­ber var með hæst gildi eða 6,9 ng/​m3 og kann það að skýr­ast af notk­un skotelda um ára­mót. Þess ber að geta að mælistöðin við Hólm­geirs­braut er staðsett sunn­an við verk­smiðju USi. Frá októ­ber og fram í lok des­em­ber var sunna­nátt ríkj­andi á svæðinu og því stóðu vind­ar í átt að verk­smiðjunni en ekki frá henni. Þetta bend­ir til þess að leita þurfi að upp­tök­um meng­un­ar­inn­ar víðar en  hjá verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík.” Segir í tilkynningunni.

Þá hvetja stjórn­end­ur United Silicon til þess að menn gefi sér tíma til að leita skýr­inga á upp­runa þeirr­ar meng­un­ar sem mælst hef­ur á Suður­nesj­um áður en hrapað er að álykt­un­um.