Nýjast á Local Suðurnes

Opna íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Reykjanesbær fékk á dögunum afhenta raðhúsalengju við Stapavelli. Húsnæðið er nýjasti íbúðarkjarninn Þar sem velferðarsvið veitir sólarhringsþjónustu við fatlað fólk. Í kjarnanum eru 7 íbúðir og eru 6 af þeim ætlaðar væntanlegum íbúum og ein íbúð er undir starfsmannaðstöðu þjónustukjarnans.

Þetta er fyrsti íbúðarkjarni fyrir fatlað fólk sem opnar í Reykjanesbæ frá því að þjónustukjarninn við Suðurgötu opnaði árið 2013.