Markasúpur gætu tryggt sæti í Lengjudeildinni

Þróttur Vogum getur tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári, en liðið á leik gegn KFG á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Úrslitin þurfa þó að vera afar hagstæð, bæði í leiknum í Garðabæ og öðrum leikjum.
Eftir tvo frábæra sigurleiki í röð þá er möguleikinn til staðar.
Tapi ÍR og KFA sínum leikjum með 6 mörkum og Þróttur vinnur sinn leik með 7 mörkum þá mun Þróttur Vogum spila í Lengjudeildinni 2024.
Leikurinn hefst klukkan 14 í dag og fer sem fyrr segir fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.