Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaður á 217 km/h og fjórir handteknir

Ökumaður á hraðferð var stöðvaður af næturvakt lögreglunnar á Suðurnesjum, en sá ók á 217 kílómetra hraða á klukkustund og á væntanlega von á hárri sekt sú sviptingu réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem greinir frá störfum næturinnar.

Tugir ökumann voru stoppaðir á næturvaktinni hjá okkur og voru langflestir með allt sitt á hreinu, framvísuðu gildum ökuréttindum og voru allsgáðir. 4 aðilar voru þó handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og nokkrir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók reyndist vera á 217 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90km/klst. Sá var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum og má hann eiga von á ákæru fyrir þetta athæfi sitt.
Við viljum biðja ökumenn um að fara varlega og taka tillit til annarra í umferðinni. Það að aka undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða langt umfram hámarkshraða er gríðarlega hættulegur “leikur” fyrir alla sem eru í umferðinni, ekki bara þann sem er að brjóta reglurnar heldur alla vegfarendur.
Eigið góða helgi og farið varlega.