Nýjast á Local Suðurnes

Afhentu Barnaspítala Hringsins ágóða af Lífsstílshlaupi

Árlegt Ljósanæturhlaup Lífsstíls fór að vanda fram í tengslum við Ljósanótt í haust, en hlaupið var til minningar um Björgvin Arnar Atlason, sem lést eftir erfið veikindi þann 26. ágúst árið 2013 og runnu 500 krónur af hverri skráningu til Barnaspítala Hringsins.

Styrkurinn var afhentur í dag og að sögn Vikars Sigurjónssonar, eiganda Líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls, er þetta í fjórða sinn sem ágóði af hlaupinu rennur til Barnaspíta Hringsins og er styrkurinn eyrnamerktur leikstofu spítalans.

“Að þessu sinni voru þetta 52.000 krónur og þetta er í 4. sinn sem við styrkjum Barnaspítalann til minningar um Björgvin Arnar sem lést 2013. Styrkurinn frá Lífsstíl er eyrnamerktur Leikstofunni til að auka afþreyingu barna sem dvelja á Barnaspítalanum til lengri eða skemmri tíma.” Sagði Vikar.

Ávallt hefur hluti af skráningargjaldi hlaupsins runnið til góðra málefna og hafa meðal annar Þroskahjálp á Suðurnesjum og Krabbameinsfélag Suðurnesja fengið styrki.