Nýjast á Local Suðurnes

Ásókn í lóðir í Dalshverfi – Varpa hlutkesti við úthlutun lóða

Tvö fyrirtæki óskuðu eftir að fá úthlutað lóðum númer 1-15 (oddatölur) við Trönudal í Dalshverfi í Innri Njarðvík. HUG verktakar sóttu um allar lóðirnar við götuna (oddatölur) og fengu úthlutað lóðum frá 17-31, en tvö fyrirtæki sóttu, eins og áður segir, um lóðir númer 1-15, HUG verktakar og P. Bateman ehf..

Í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að þar sem tveir aðilar hafi sótt um sömu lóðirnar við Trönudal muni hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðstjóra Umhvefissviðs Reykjanesbæjar hefur verið falið að sjá um hlutkestið og verður umsóknaraðilum boðið að vera viðstaddir.