Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Axel ráðinn bæjarstjóri

Gunnar Axel Axelsson viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Alls sóttu 40 umsækjendur um starfið og 6 drógu umsóknir sínar til baka.

Gunnar Axel hefur starfað hjá Hagstofu Íslands frá 2005. Hann er deildarstjóri þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála hjá Hagstofu Íslands en starfaði áður sem sérfræðingur í gerð hagtalna um fjármál sveitarfélaga og sérfræðingur á sviði launa- og kjararannsókna. Gunnar Axel var aðstoðarmaður velferðarráðherra á árunum 2012-2013.

Gunnar Axel hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á árunum 2010-2018 og sinnti m.a. formennsku í bæjarráði og fjölskylduráði auk annarra nefndarstarfa. Gunnar Axel hefur setið í ýmsum stjórnum, nefndum og ráðum fyrir hið opinbera og sem kjörinn fulltrúi. Hann sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um árabil, í stjórnum Strætó Bs og Rio Tinto Alcan á Íslandi og í nefnd ráðherra sveitarstjórnarmála um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins.

GunnarAxel lauk MPA gáðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2014, BS gráðu í viðskiptafræðum frá Háskólanum á Bifröst árið 2003 og stundaði nám í Evrópufræðum við Viðskiptaháskólann í Árósum 2003-2004.