Nýjast á Local Suðurnes

Heilsuvika í Sandgerði – Ert þú með hugmynd?

Sandgerðisbær mun standa fyrir heilsuviku dagana 29. febrúar – 6. mars næstkomandi. Markmið heilsuvikunnar er að virkja sem flesta til þátttöku í viðburðum tengdum heilsu og heilbrigðum lífsstíl, stuðla að aukinni vellíðan og auknum lífsgæðum bæjarbúa.

Nú leita Sandgerðingar eftir þátttöku fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að senda póst með hugmyndum á netfangið: rut@sandgerdi.is fyrir1. febrúar n.k.

Á heilsuvikunni sem haldin var á síðasta ári var meðal annars keppt í billiard, íþróttamaður ársins var verðlaunaður, haldið var brennóboltamót auk þess sem heilsuvikuhlaup grunnskólans fór fram.