Nýjast á Local Suðurnes

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur á morgun

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta sinn sem haldið er upp á daginn. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Það er meðal annars gert með því að veita hvatningarverðlaunin Orðsporið. Það verður nú gert í sjötta sinn á hátíðardagskrá í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík. Þá verða veitt verðlaun í ritlistarkepninni Að yrkja á íslensku sem haldin er nú í fyrsta sinn.

Leikskólanir í Reykjanesbæ ætla allir að halda upp á daginn með sínu lagi.