Fyrrum bæjarstjóri vill forstjórastarf

Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Barnaverndarstofu en félagsmálaráðuneytið birti nöfn umsækjendanna á vefsvæði sínu á vef Stjórnarráðsins í dag.
Félagsmálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar og rann umsóknarfrestur út 28. janúar.
Á meðal umsækjenda er Róbert Ragnarson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum og síðar Grindavík, en hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu sem starfar að mestu fyrir sveitarfélög og stofnanir.
Nöfn umsækjenda:
Birna Guðmundsdóttir
Guðlaug María Júlíusdóttir.
Heiða Björg Pálmadóttir.
Katrín Jónsdóttir.
Róbert Ragnarsson.
Svala Ísfeld Ólafsdóttir.