Nýjast á Local Suðurnes

Samkomulag við SunExpress um greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi

Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

Um hraðleið er að ræða “Fast Track to First Officer Program” sem er opin fyrir bæði núverandi og útskrifaða nemendur Flugakademíu Keilis og nýtist sér í lagi þeim nemendum sem hafa fáa flugtíma að baki til að komast í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress. Samkvæmt samkomulaginu fá nemendur í þjálfun laun frá fyrsta degi, auk þess sem flugfélagið sér nemendum fyrir gistiaðstöðu.

Upplýsingafundur með SunExpress fer fram í aðalbyggingu Flugakademíu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 14:00. Áhugasömum er bent á að skrá þátttöku á fundinn hér þar sem um takmarkað sætaframboð er að ræða. SunExpress er rekið í samstarfi Turkish Airlines og Lufthansa, bæði stór flugfélög á heimsvísu. Flugfélagið starfrækir alls 61 Boeing 737NG farþegaþotur og sjö Airbus A330 frá starfsstöðvum á Antalya, Izmir, Ankara og Istanbul.