Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair á meðal best reknu flugfélaga Evrópu

Aðeins þrjú evrópsk flugfélög fá hærri einkunn en Icelandair

Flugfélagið Icelandair er í fjórða sæti á lista yfir best reknu flugfélög Evrópu samkvæmt nýrri úttekt flugtímaritsins Aviation Week að því er fram kemur á vefnum Túristi.is

Flugfélögin eru meðal annars dæmd út frá fjárhagslegum styrk, tekjudreifingu og viðskiptamódeli. Icelandair kemur ávallt vel út úr þessu mati og ef litið er til síðustu fimm ára er félagið til að mynda með áttundu hæstu meðaleinkunina.

Aðeins þrjú evrópsk flugfélög fá hærri einkunn en Icelandair í ár, þar á meðal tvö stærstu lággjaldaflugfélg álfunnar, Ryanair og easyJet eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

10 best reknu flugfélög Evrópu skv. Aviation Week:

1. Ryanair
2. Aegean Airlines
3. EasyJet
4. Icelandair
5. International Airlines Group (British Airways, Iberia, Vueling)
6. Flybe
7. Turkish Airlines
8. Air France-KLM
9. Aer Lingus
10. Lufthansa