Nýjast á Local Suðurnes

Ingþór leiðir hjá E-lista: “Reiðubúinn að vinna vel fyrir Sveitarfélagið Voga”

Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga leiðir E-lista, sem býður fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. E-listinn hefur verið með hreinann meirihluta í sveitarfélaginu frá árinu 2014, en Sjálfstæðisflokkurinn er hefur tvo fulltrúa og L-listinn flokkur fólksins er með einn.

„Ég er mjög ánægður með þennan samhenta hóp sem er reiðubúinn að vinna vel fyrir Sveitarfélagið Voga. Það hefur náðst frábær árangur á kjörtímabilinu og það er mikilvægt að halda áfram uppbyggingarstarfinu í bæjarfélaginu. Við viljum halda því góða starfi áfram til heilla fyrir alla okkar íbúa ” er haft eftir Ingþóri í tilkynningu.

Á listanum má finna góða blöndu af reynslumiklu fólki úr bæjarmálunum og nýjum frambjóðendum, segir einnig í tilkynningunni, en eftirfarandi aðilar skipa listann:

1. Ingþór Guðmundsson Forseti bæjarstjórnar / stöðvarstjóri

2. Bergur B. Álfþórsson Formaður bæjarráðs / leiðsögumaður

3. Áshildur Linnet Vara bæjarfulltrúi / verkefnastjóri

4. Birgir Örn Ólafsson Bæjarfulltrúi / deildarstjóri

5. Inga Rut Hlöðversdóttir Bæjarfulltrúi / gull- og silfursmíðameistari

6. Friðrik V Árnason Bygginga og orkufræðingur

7. Guðrún K. Ragnarsdóttir Líffræðingur

8. Baldvin Hróar Jónsson Markaðsstjóri

9. Elísabet Á Eyþórsdóttir Nemi

10. Ingvi Ágústsson Tölvunarfræðingur

11. Tinna Huld Karlsdóttir Hjúkrunarfræðingur

12. Sindri Jens Freysson Tæknimaður

13. Brynhildur S Hafsteinsdóttir Húsmóðir

14. Þorvaldur Örn Árnason Kennari / Líffræðingur