Nýjast á Local Suðurnes

Skólamatur ehf. fær þriggja milljarða samning

Mynd: Skólamatur - Fanný Axelsdóttir og Axel Jónsson eftir að samningar við Hafnarfjarðarbæ voru undirritaðir árið 2017

Skólamatur ehf. hefur gert samning við Hafnarfjarðarbæ til fjögurra ára um að bjóða upp á mat í skólum og leikskólum bæjarins. Er ársvelta samningsins 723,5 milljónir króna eða tæplega þrír milljarðar króna yfir samningstímann. Þá er ákvæði í samningnum sem gerir það mögulegt að framlengja hann um allt að 2 ár.

Samstarfssamninginn nær til framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar árin 2019-2023. Fyrirtækið hefur þjónustað Hafnarfjarðarbæ frá árinu 2017 með góðum árangri.

Þá hefur verið ákveðið að innleiða tilraunaverkefni með hafragraut og lýsi í morgunmat inn í alla grunnskóla sveitarfélagsins og opna þannig á möguleika allra til að neyta hollrar ókeypis fæðu í upphafi skóladags. Samhliða var gerð tilraun með ávaxta- og grænmetishressingu að morgni og svo síðdegishressingu sem gaf mjög góða raun og því verður boðið upp á áskrift að slíkri hressingu innan skólasamfélagsins frá og með hausti.