Nýjast á Local Suðurnes

Leita tilboða í byggingarrétt fyrir 150 íbúðir

Kadeco leitar nú kauptilboða í byggingarrétt fyrir 150 íbúðir á svonefndum Suðurbrautarreit á Ásbrú. Verkefnið er hluti af nýrri Þróunaráætlun Kadeco, K64, sem skoða má nánar á vefsíðunni www.K64.is.

Kaupandi mun vinna deiliskipulag fyrir svæðið, sem er 3,3 hektarar að flatarmáli, í samvinnu við Kadeco og Reykjanesbæ. Gerðar verða kröfur um vandaða skipulagsvinnu sem unnin verður innan ákveðins tímafrests. Gert er ráð fyrir misháum byggingum, allt að fjögurra hæða, til að tryggja fjölbreytni og 150 íbúðum að lágmarki. Einnig er gert ráð fyrir skjólgóðu nærumhverfi, inngörðum og góðum göngutengingum við nærliggjandi svæði. Bílastæði verða aðallega eða eingöngu á yfirborði og deilt á minni svæði, aðgreind með trjágróðri til að falla vel að umhverfinu, segir í lýsingu.

Bjóðendur geta sótt útboðsgögn og sent inn tilboð í gegnum útboðsvef. Skilafrestur tilboða rennur út þann 22. nóvember 2023 kl. 14:00. Til að fara á útboðsvef smellið hér.