Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða Reykjavíkurstrætó út til eins árs

Stjórn Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur falið framkvæmdarstjóra sambandsins að undirbúa útboð á strætóleiðum 89 og 55, en um er að ræða strætó sem gengur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.

Hópferðafyrirtækið ABK (áður SBK) sagði upp þjónustusamningi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um akstur milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja í október síðastliðnum og tekur uppsögnin gildi um áramót. Fyrirtækið sem þá hét SBK mun hafa gert alvarleg mistök við útreikninga þegar útboð á þjónustunni fór fram og hefur fyrirtækið þurft að greiða tugi milljóna króna á ári með akstrinum.

Þá íhugar stjórn SSS að hefja lögsókn og krefjast skaðabóta frá ABK (áður SBK) vegna uppsagnar á samningnum.