Nýjast á Local Suðurnes

Ljúka ritun sögu Keflavíkur

Keflavíkurkaupstaður á 70 ára afmæli á árinu og Reykjanesbær 25 ára afmæli og af því tilefni hefur bæjarráð Reykjanesbæjar ákveðið að lokið verði við skráningu sögu Keflavíkur.

Saga Keflavíkur er til í þremur bindum og lýkur árið 1949 þegar Keflavík fékk kaupstaðaréttindi. Bjarni Guðmarsson skráði. Með skráningu fjórða og síðasta bindis verður síðustu 45  árum í sögu Keflavíkurkaupstaðar 1949-1994 gerð skil. Reykjanesbæ varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994 og fagnar því 25 ára afmæli á árinu.

Sögu annarra bæjarhluta Reykjanesbæjar, Hafna og Njarðvíkur, er lokið.

Með því að smella á þennan tengil má lesa stutta útgáfu af sögu bæjarhlutanna og Reykjanesbæjar.