Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air þarf að greiða 12 farþegum bætur vegna tafa

Íslenska lággjaldaflugfélagið WOW-air þarf að greiða að minnsta kosti 12 farþegum samtals um hálfa milljón króna vegna tafa sem urðu á ferð félagsins frá Keflavík til Kaupmannahafnar og svo frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur fimm dögum fyrir síðustu jól. Það er Samgöngustofa sem úrskurðar í málum sem þessum.
Tafirnar mátti rekja til þess að farangursbíll rann á flugvél WOW á Keflavíkurflugvelli og skemmdi talsvert. WOW taldi sig ekki þurfa að greiða bæturnar þar sem áreksturinn hefði verið „óviðráðanlegar aðstæður.“ Það er Rúv sem greinir frá.