Nýjast á Local Suðurnes

Vilja auka öryggi flugfarþega með því að reisa skjól­stöðvar við fjar­stæði

Mynd: Skjáskot mbl.is

Til stend­ur að byggja fjór­ar 250-300 fer­metra bygg­ing­ar á fjar­stæðum Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, til þess að verja farþega sem ganga um borð í flug­vél­ar á fjar­stæðum fyr­ir veðri og vind­um. Farþegar muni þá fara með rút­um frá flug­stöðinni að nýju mann­virkj­un­um, ganga síðan inn í þau og svo upp um eina hæð og inn í flug­vél­ina í gegn­um land­gang.

Guðmund­ur Davíð Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri tækni- og eigna­sviðs Isa­via, staðfest­ir við mbl.is að stjórn Isa­via hafi samþykkt að bjóða út bygg­ingu þess­ara mann­virkja, en teikn­ing­ar af þeim má sjá hér að neðan. Von­ast er til þess að hægt verði að fara í útboð í vor.