Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkur- og Njarðvíkursókn slást um Hlíðahverfi – Skilar 12 milljónum króna í kassann árlega

Agnes M. Sigurðardóttir biskup lagði til við kirkjuþing á dögunum, að Hlíðahverfi á gamla vallarsvæði Bandaríkjahers verði látið tilheyra Keflavíkursókn. Biskup lagði áherslu á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember, en það mun gert þar sem öll ráðstöfun sóknargjalda og réttindi sóknarmanna miðast við 1. desember ár hvert.

Tillagan var síðar dregin til baka að beiðni sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkursóknar þar sem að sú sókn hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni.

Gert er ráð fyrir um 1.100 íbúum í fullkláruðu Hlíðarhverfi og eru greiddar um 11.000 krónur í sóknargjöld árlega fyrir hvern meðlim trúfélags sem þar er skráður 1. desember. Fullbúið Hlíðarhverfi gæti því skilað þeirri sókn sem hverfið tilheyrir rúmlega 12 milljónum króna árlega.