Nýjast á Local Suðurnes

Margfaldur meistari aðstoðar Hallgrím hjá Njarðvík

Jóhannes Albert Kristbjörnsson verður aðstoðarþjálfari Hallgríms Brynjólfssonar með kvennalið Njarðvíkur á komandi leiktíð. Þá mun Jóhannes einnig taka við þjálfun stúlknaflokks félagsins. Jóhannes mun fyrir hönd stjórnar KKD UMFN og unglingaráðs aðstoða við meistaraflokkinn sem og hafa yfirumsjón með elstu yngri flokkum félagsins og hlúa vel að tengingunni þar á milli.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur fagnar því að fá jafn reyndan aðila um borð og Jóhannes sem hefur á síðustu árum verið viðriðinn þjálfun yngri flokka félagsins. Þá segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum að Jóhannes sé margreyndur leikmaður og þjálfari og auk þess sem hann varð margfaldur meistari með Njarðvíkurliðinu á sínum tíma.