Nýjast á Local Suðurnes

Kaffitár er 25 ára í dag – Bjóða uppá kaffisopa á öllum kaffihúsum í tilefni dagsins

Kaffitár fagnar 25 ára afmæli í dag 19. september, af því tilefni hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða í afmæliskaffi á í dag frá kl:12:00-16:00 á öllum kaffihúsum sínum.

Fyrirtækið rekur sex kaffihús í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ er  í kaffihúsið staðsett í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Njarðarbraut en á höfuðborgarsvæðinu má finna Kaffitár í Smáralind, Bankastræti, Borgartúni, í Þjóðminjasafninu og Kringlunni.