Nýjast á Local Suðurnes

Ótrúlegar lokasekúndur þegar Grindavík tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum

Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir ótrúlegan sigur, 86-82, á Stjörnunni í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld. Lewis Clinch skoraði þriggja stiga flautukörfu á lokasekúndu leiksins, en Stjarnan var með tveggja stiga forskot, 80-82, þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiknum, en Stjörnumenn tóku slæmar ákvarðanir á lokasekúndunum.

Clinch var stigahæstur í liði Grindavíkur með 17 stig, Ólafur Ólafsson og Ómar Örn skoruðu 16 stig hvor.